Tag: Skýrsla Hagfræðistofnunar

Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks á móti viðræðuslitum: Guð forði mér frá því sem var að gerast á Sauðárkróki í gær

Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýstu sig andvíga því í umræðum á Alþingi í gær að aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins yrði slitið. „Ég hef ekki fengið svar við því hvort þessar sérlausnir kynnu að vera varanlegar og við því vil ég fá svar,“ sagði Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við umræður á Alþingi í gær. „Við höfum verið... Read More »

Brynjar vill ekki slíta viðræðum án kosninga. Fræðimenn sammála um að EES-samningur standist ekki stjórnarskrá

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokkinn og fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands, segist ekki tilbúinn til að slá aðildarviðræður við ESB út af borðinu á grundvelli skýrslu Hagfræðistofnunar Íslands. Í ræðu á Alþingi lýsti hann efasemdum um að EES-samningurinn samrýmdist óbreyttri stjórnarskrá og sagði: „Getur það verið að það sé bara kannski minna fullveldisafsal að fara í Evrópusambandið... Read More »

Við hvað eru menn hræddir? Ef engar sérlausnir eru í boði er ekki best að fá það á hreint?

Við hvað eru andstæðingar aðildar og aðildarviðræðna hræddir ef það er raunveruleg sannfæring þeirra að Íslendingum bjóðist engar sérlausnir frá ESB? Er þá ekki ágætt að fá það endanlega á  hreint í samningaviðræðunum? Þessa spurði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, í umræðum um Aðildarviðræður við Evrópusambandið í framhaldi af skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ á Alþingi í... Read More »

Lífsreynsla að vera svo mikið ósammála einum manni á jafnskömmum tíma

„Ég þakka fyrir framsöguna og skýrsluna en vil þó lýsa því yfir að það er sérstök lífsreynsla að vera svona mikið ósammála einum manni á jafnskömmum tíma,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, þegar hann brást við tuttugu mínútna langri framsöguræðu Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, í sérstakri umræðu um aðildarviðræður við Evrópusambandið í tilefni af... Read More »

Úr skýrslu Hagfræðistofnunar: Væntingar um að viðræður gengju hratt fyrir sig voru óraunhæfar

Þegar Alþingi samþykkti að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið sumarið 2009 voru væntingar um það hér á landi að viðræðurnar kynnu að taka skamman tíma og að þeim gæti jafnvel lokið innan 18 mánaða. Aðild Íslands að EES mundi stuðla að því og var þar m.a vísað til þess hve skamman tíma aðildarviðræður Finnlands, Svíþjóðar,... Read More »

Hagfræðistofnun: ESB hvorki ríki né sambandsríki; það er háð valdheimildum frá aðildarríkjum

Af málflutningi andstæðinga Evrópusambandsins er stundum að skilja að með samþykkt Lissabon-sáttmálans árið 2009 hafi Evrópusambandið sett sér eins konar stjórnarskrá og flust nær Stórríkinu, þar sem fullveldi aðildarríkja er fyrir borð borið, einkum hafi áhrif smáríkja að engu orðið með tilkomu sáttmálans. Þessi málflutningur er enn einu sinni hrakinn í skýrslu Hagfræðistofnunar og í... Read More »

Skýrsla Hagfræðistofnunar í heild ásamt viðaukum

Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fyrir utanríkisráðuneytið um aðildarviðræður við Evrópusambandið (ESB) og um þróun mála innan sambandsins er nú aðgengileg á vef Alþingis og eru tenglar á hana birtir hér að neðan. Ástæða er til að hvetja alla áhugamenn um Evrópumál og samband Íslands og ESB til að kynna sér skýrsluna og einnig viðaukana. Þar... Read More »