Tag: Evrópuþingið

Yfirlit úrslita í kosningum til Evrópuþings: EPP og S&D stærstir. Jaðarflokkar sóttu á en áhrif þeirra óviss

EPP, flokkur Evrópuþingmanna, þar sem m.a. er að finna kristilega demókrata og marga aðra hægrimenn í Evrópu, er stærsti þingmannahópurinn á Evrópuþinginu eftir kosningarnar, síðustu daga. Næststærsti hópurinn er skipaður sósíaldemókrötum. Íhaldsmenn og kristilegir demókratar í EPP fengu 28% allra atkvæða, samkvæmt útreikningum, sem kynntir eru á sænsku vefsíðunni Europaportalen.se í dag og byggir á... Read More »

Jaðarflokkum spáð velgengni í Evrópuþingskosningum: Áhrifalitlir í Brussel en hafa áhrif á stjórnmál aðildarríkjanna

Andstæðingum Evrópusamrunans á hægri og vinstri væng stjórnmálanna er spáð auknu fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hefjast í dag. Um 200 af 751 þingsætum á Evrópuþinginu verða að líkindum skipuð þingmönnum úr þeim herbúðum ef marka má þær skoðanakannanir sem gerðar hafa verið síðustu daga. Á þinginu sem nú er að ljúka störfum starfa... Read More »

Evrópuþingið samþykkir að ESB fari íslensku leiðina og banna kaup á vændi

Evrópusambandslöndin ættu að draga úr eftirspurn eftir vændi með því að refsa vændiskaupendum en ekki vændiskonum,“ segir í ályktun sem Evrópuþingið samþykkti í dag. Þar er lögð áhersla á það að vændi brjóti gegn mannlegri reisn og mannréttindum, hvort sem það tengist mansali eða ekki. Kallað er eftir því að aðildarríkin vinni að aðgerðum til... Read More »

Evrópuþingið gagnrýnir Dani vegna forsjármála: Eitthvað er rotið í Danaveldi

Danir voru harðlega gagnrýndir í Evrópuþinginu í dag fyrir vinnubrögð í forsjármálum barna þar sem annað foreldrið er útlendingur. 27 mál sem tengjast borgurum í aðildarríkjum ESB voru á lista sem var lagður fyrir þingnefnd Evrópuþingsins þar sem málið var til umfjöllunar í dag og sagt er frá á vef danska ríkissjónvarpsins. Ekki kemur fram... Read More »

Evrópuþingið gerir framkvæmdastjórn afturreka í loftslags- og orkumálum

ÞIngmenn Evrópuþingsins samþykktu á miðvikudaginn ályktun þess efnis að Evrópusambandið skuli fylgja mun metnaðarfyllri stefnu  í loftslags- og orkumálum en gert var ráð fyrir í þeim tillögum sem framkvæmdastjórn ESB kynnti þann 22. janúar síðastliðinn. Ályktun þingsins er ekki bindandi en birtir skýran pólitískan vilja og var samþykkt með 341 atkvæði gegn 263. Í henni segir að... Read More »