Tag: Evrópusambandið

Kaupmáttur og sú ógn sem felst í íslensku kjöti og útlendum sérostum

Síðustu dægrin hefur RÚV flutt þrjár fréttir sem tengjast stöðu neytenda hér á landi og í Evrópu. Fyrst er að geta rannsóknar sem fréttastofa RÚV hefur gert á vefsíðunni numbeo.com, sem fjallað var um á Evrópublogginu á dögunum. „Ef litið er á þróun kaupmáttar hér á landi frá árinu 2011 kemur í ljós að hann... Read More »

Enn er beðið eftir skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu aðildarviðræðna

Mánaðamótin liðu án þess að staðið væri við yfirlýsingar um að leggja fram skýrslu þá sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur unnið fyrir ríkisstjórnina um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið og um þróun mála innan sambandsins. Eins og sagt var frá hér á dögunum var kveðið á um það í samningi sem gerður var milli utanríkisráðuneytisins... Read More »

Ný könnun staðfestir vísbendingar um aukinn stuðning við aðild að ESB

Þriðja og síðasta spurningin sem lögð var fyrir þátttakendur í skoðanakönnun Maskínu fyrir Já Ísland snerti viðhorf fólks til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Niðurstaðan er í samræmi við aðra nýlega könnun sem sýnir að stuðningur við aðild hefur aukist umtalsvert síðasta árið. 31,1% svarenda segjast mjög eða frekar hlynntir aðild að Evrópusambandinu. 23,3% segjast hvorki... Read More »

Ný könnun: 67,5% þjóðarinnar vill þjóðaratkvæði um aðildarviðræður

Ný skoðana-könnun, sem Maskína gerði fyrir Já Ísland, sýnir að 67,5% svarenda vilja  að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 32,5% vilja ekki að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin. Þegar horft er á bakgrunnsbreytur kemur í ljós að 67% karla en 68,1% kvenna segjast vilja þjóðaratkvæðagreiðslu. Stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðslu er einnig yfirgnæfandi í öllum... Read More »

Damanaki setur úrslitakosti í makríldeilunni. Vill svar fyrir helgi.

Evrópusambandið setti Íslendingum og Færeyingum úrslitakosti í makríldeilunni sem taka þarf afstöðu til fyrir helgi þegar samningaviðræður hófust á ný í Bergen í Noregi í dag. „Við höfum gert eyþjóðunum tveimur rausnarlegt lokatilboð. Þetta er gullið tækifæri. Nú gildir að taka tilboðinu eða hafna því,“ segir Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, í samtali við vefútgáfu Der Spiegel... Read More »

Gunnar Bragi mælir fyrir lögum um aðild Króatíu og frjálsa för Króata innan EES

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um þær breytingar sem nauðsynlegt er að gera á EES samningnum og ýmsum íslenskum lögum, nú eftir að Króatía hefur fengið aðild að Evrópusambandinu sem 28. aðildarríki sambandsins. Breytingin felur m.a það í sér að frá og með 1. júlí á næsta ári öðlist króatískir borgarar og... Read More »

Hóflegur fjöldi kemur frá Rúmeníu og Búlgaríu segir Cameron

Það hefur ekki borist neinn teljandi straumur innflytjenda frá Rúmeníu og Búlgaríu til Bretlands frá áramótu, viðurkenndi David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í viðtali við BBC í dag. Eftir að takmörkunum við frjálsri fólks frá Rúmeníu og Búlgaríu var aflétt um áramótin jukust umræður víða í Evrópu um bótagreiðslur til útlendinga sem sagðir voru gera út... Read More »

Eftirfarandi síða »