Tag: evra

Krónunni verður aldrei fleytt aftur. Meðan hér verður króna verða höft

Íslenska krónan verður í einhvers konar höftum um alla framtíð. Meðan hún er gjaldmiðill Íslendinga verða höft óhjákvæmileg. Frá sjónarhóli atvinnulífsins er óhugsandi að krónan verði látin fljóta aftur líkt og á árunum 2001 til 2008. Þetta staðhæfði Þorsteinn Víglundsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, á morgunverðarfundi sem Evrópustofa efndi til í morgun um evruna, krónuna og... Read More »

Breytt staða segir WSJ: Fjárfestar leita nú skjóls í evrunni

Bandaríska dagblaðið The Wall Street Journal (WSJ) hefur það eftir sérfræðingum um gjaldeyrismarkaði að fjárfestar séu nú farnir að líta á evruna sem ákjósanlegan fjárfestingarkost á óvissutímum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Það hefur mikið breyst á skömmum tíma. „Nokkur undanfarin ár hefur evran verið eins og loftvog sem mælir áhættu: hún féll í verði þegar það... Read More »

36% dýrara að kaupa nauðsynjar í Reykjavík en í Berlín. Mestu munar á vaxtakostnaði, 155%

Það er rúmlega 36% dýrara að kaupa sömu vörur og þjónustu í Reykjavík en í Berlín, höfuðborg Þýskalands. Það sem kostar 598.484 krónur, eða 3.819 evrur, í Reykjavík, fæst fyrir 438.760 krónur, eða 2.800 evrur í Berlín. Þrátt fyrir það eru meðallaunin eftir skatta 20,78% lægri í Reykjavík en í Berlín; 1.457 evrur, eða 227.338... Read More »

„Þetta lagast ekki nema við fáum nýjan gjaldmiðil og göngum í ESB“

Um tugur verslana á Akureyri hefur lagt upp laupana undanfarið. „Mín skoðun er að ástandið lagist aldrei nema við skiptum um gjaldmiðil og við fáum ekki nýjan gjaldmiðil nema með því að ganga í ESB,“ segir Ragnar Sverrisson, formaður Kaupmannafélags Akureyrar, í samtali við Akureyri vikublað, sem kemur út í dag. Ragnar segir að ótrúlega... Read More »

Helstu skammstafanir ýta á um nýja stefnu í gjaldmiðilsmálum

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis vinnur nú að umfjöllun um þingsályktunartillögu þingmanna Bjartrar framtíðar um mótun stefnu til framtíðar í gjaldmiðilsmálum. Umsagnir hagsmunaaðila um málið bera með sér að þeir séu einhuga um að þingið eigi að samþykkja tillöguna og fela ríkisstjórninni að leggja tillögu að framtíðarstefnu í gjaldmiðilsmálum fyrir haustþingið. Tillagan, sem Guðmundur Steingrímsson mælti... Read More »

Hagvöxtur á evrusvæði sá mesti í 31 mánuð

Hagvöxtur í janúar var sá mesti sem mælst hefur á evrusvæðinu síðasta 31 mánuðinn. „Það færðist aukinn kraftur í efnahagsbatann á evrusvæðinu,“ segir Chris Williamson, yfirhagfræðingur greiningarfyrirtækisins Markit Economics, í samtali við vefinn Eubusiness. Hann spáir því að hagvöxtur svæðisins verði á bilinu 0,4-0,5% á fyrsta fjórðungi ársins. 0.6-0.7% vöxtur í Þýskalandi vinni gegn kyrrstöðu í... Read More »

ESB og evra eina færa leiðin að afnámi verðtryggingar

Íslenskir evrópusinnar hafa árum saman bent á að eina leiðin sem raunhæf er til þess að afnema verðtryggingu af fjárskuldbindingum hér á landi sé sú að Ísland gangi í Evrópusambandið og taki upp evru. Í kosningabaráttunni síðastliðið vor var talsvert um þetta rætt. Þeir flokkar og frambjóðendur sem hlynntir eru aðild að ESB ítrekuðu að... Read More »