Tag: Alþingi

Tillaga Gunnars Braga verður látin daga uppi á Alþingi í vor

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokkinn, hefur gefið sterklega til kynna í fjölmiðlum í dag að þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka verði látin daga uppi í utanríkisnefnd án þess að koma til atkvæða áður en Alþingi verður slitið í vor. „Mér finnst ólíklegt að málið komi til atkvæðagreiðslu í þessari... Read More »

Viðbrögð ráðherra kalla á mætingu á útifundinn á Austurvelli í dag kl. 15

Í dag klukkan þrjú hefjast á ný útifundir á Austurvelli til þess að knýja á um efndir kosningaloforða ríkisstjórnarflokkanna um að efna til þjóðaratkvæðis um framhald aðildarviðræðna að Evrópusambandinu. Undirskriftir þeira 53.555 kjósenda sem skráðu sig á thjod.is til að koma slíkri áskorun á framfæri voru afhentar forseta Alþingis í gær. Viðbrögð Gunnars Braga Sveinssonar,... Read More »

Áskorun frá 53.555 kjósendum afhent forseta Alþingis í dag

Listar með undirskriftum 53.555 Íslendinga sem undirrituðu áskorun á thjod.is um að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um að ljúka aðildarviðræðum Íslands við ESB verða afhentar forseta Alþingis og formönnum þingflokkanna við athöfn í Skála Alþingis í dag klukkan 13. Undirskriftirnar eru frá rúmlega 22% af atkvæðisbæru fólki á kjörskrá. Þær hafa verið samkeyrðar... Read More »

Varaformaður samninganefndar: Miklir möguleikar á sérstöðu innan ESB, m.a í sjávarútvegi

Björg Thorarensen, lagaprófessor við Háskóla Íslands sem var varaformaður samninganefndar Íslands í aðildarviðræðum við ESB, sagði í útvarpsþættinum Vikulokum á Rás 1 á laugardaginn að hún hafi það talið fyrirsjáanlegt að Ísland gæti markað sér mikla sérstöðu innan ESB vegna legu landsins. Góðir möguleikar hefðu verið á að fá þá sérstöðu viðurkennda með ýmsum sérstökum... Read More »

Yfir 40.000 undirskriftir á thjod.is: 16,5% kjósenda staðfesta að gjá er mili þings og þjóðar

Skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag og yfir 40.000 undirskriftir sem borist hafa á thjod.is staðfesta þá djúpu gjá sem er milli þings og þjóðar varðandi afstöðu til tillögu ríkisstjórnarinnar um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. Könnun Fréttablaðsins sýnir að 81,6% landsmanna, naumur meirihluti framsóknarmanna en yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem styðja alla aðra flokka taka... Read More »

Gunnar Bragi mælir fyrir tillögu um að slíta viðræðum kl. 17 – mótmælastaða á Austurvelli hefst á sama tíma

Nú er ljóst að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra mun mæla fyrir tillögu sinni um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið um klukkan 17 í dag. Á sama tíma er boðað til mótmælastöðu á Austurvelli fjórða daginn í röð og væntanlega mun fjöldi manna mæta þar eins og síðustu daga til þess að tjá hug sinn... Read More »

Yfir 30.000 undirskriftir komnar á thjod.is – „Ríkisstjórnin slítur trúnað við kjósendur“

Það er ekkert lát á Evrópuumræðunni í þjóðfélaginu og það er hiti í fólki. Þegar þetta er skrifað hafa 30.215 undirskriftir safnast á thjod.is; meira en 12 prósent kosningabærra Íslendinga. Umræðan á Alþingi heldur áfram klukkan 15 í dag. Athygli vakti að Sigurður Líndal, prófessor emeritus, sem er formaður stjórnarskrárnefnar ríkisstjórnarinnar sagðist í fjölmiðlum telja... Read More »

Eftirfarandi síða »