Krónunni verður aldrei fleytt aftur. Meðan hér verður króna verða höft

Share Button

Íslenska krónan verður í einhvers konar höftum um alla framtíð. Meðan hún er gjaldmiðill Íslendinga verða höft óhjákvæmileg. Frá sjónarhóli atvinnulífsins er óhugsandi að krónan verði látin fljóta aftur líkt og á árunum 2001 til 2008.

Þetta staðhæfði Þorsteinn Víglundsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, á morgunverðarfundi sem Evrópustofa efndi til í morgun um evruna, krónuna og höftin í samstarfi við SA, ASÍ og Samtök iðnaðarins.

Aðalræðumaður fundarins var dr. Roel Beetsma, prófessor í hagfræði við Háskólann í Amsterdam, sem flutti erindi um þá lærdóma sem Íslendingar gætu dregið af evrukreppunni varðandi spurninguna um aðild að evrópsku myntsamstarfi og evrusvæðinu.

Hann hvatti Íslendinga til þess að bíða ekki með að hefja hefja þá vinnu sem nauðsynleg væri til þess að geta gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru. Upptaka evru mundi þjóna hagsmunum landsins til lengri tíma. Hún mundi stuðla að lægri verðbólgu og draga úr sveiflum og stuðla þannig að lægri vöxtum. Hann lagði áherslu á að evrusvæðið væri að vinna sig út úr tímabundnum erfiðleikum sem ætti rætur að rekja til vandamála einstakra ríkja. Miklar framfarir hafi orðið á evrusvæðinu og verið sé að innleiða nauðsynlegar breytingar á umhverfi peningamála sem tækju gildi á næstu árum. Íslendingar ættu ekki að láta þann tíma líða og bíða eftir því að nýtt kerfi yrði fullskapað heldur hefjast strax handa strax við að reyna að uppfylla Maastricht-skilyrðin og undirbúa efnahagslífið að öðru leyti fyrir inngöngu í Evrópska myntsamstarfið og evrusvæðið.

Dr. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur, fór yfir hagsöu Íslands síðustu áratugi og stöðuga erfiðleika íslensks þjóðfélags við að aðlagast frjálsum markaðsbúskap. hann sagði að hagstjórnin hefði ávallt einkennst af því að verið væri að vinna sig upp úr síðustu kreppu sem hefði orðið vegna hruns gjaldmiðilsins. Þjóðfélagið hefði stöðugt verið sett í þá stöðu spekúlanta á gjaldeyrismarkaði, Gengi krónunnar hefði með reglubundnu millibili hrunið og áhrifin af gengisbreytingunum hefðu samstundis leitað beint út í verðlagið og valdið verðbólgu. Stöðugar sveiflur hefðu ávallt fylgt krónuhagkerfinu.

Hann rakti evran væri eina dæmið um það frá því að Íslendingar fengu fullveldi að stjórnvöld hefðu ekki viljað taka þátt í myntsamstarfi helstu viðskiptaþjóða. Ísland hefði bæði tekið þátt í sameiginlegu myntsvæði Norðurlandanna á fyrrihluta aldarinnar, það hefði síðan átt aðild að Bretton Woods samstarfinu og það hefði verið þátttakandi í myntsamstarfi Evrópuþjóða með fastgengisstefnu með tengingu við dönsku krónuna frá árinu 1989 til 2001 þegar krónunni var fleytt. Krónan hér á landi væri eina dæmið um gjaldmiðil þjóðar sem hefði færri en tvær milljónir íbúa sem hefði verið fleytt á rúmsjó alþjóðlegra fjármálamarkaða. Fullreynt væri með krónuna og þann skaða sem sveiflur á gengi hennar valdi íslensku þjóðfélagi. Evran og myntsamstarf við nágrannaþjóðir væri sjálfsagt framtíðarfyrirkomulag fyrir íslenskt þjóðfélag.

Í sama streng tók Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem fór yfir málin frá sjónarhorni launafólks og rakti að það losa launþega í landinu við það háa vaxtastig sem er fylgifiskur krónunnar væri eitt og sér ígildi gríðarlegrar og varanlegrar kaupmáttaraukningar.

Share Button

Skyld blogg
SDG útilokaði framhald aðildarviðræðna og gagnrýndi mann og annan
Ísland er ekki á leið í Evrópusambandið. Í landinu er ríkisstjórn sem er einhuga um að hag landsins sé best...
Breytt staða segir WSJ: Fjárfestar leita nú skjóls í evrunni
Bandaríska dagblaðið The Wall Street Journal (WSJ) hefur það eftir sérfræðingum um gjaldeyrismarkaði að fjárfestar séu nú farnir að líta...
36% dýrara að kaupa nauðsynjar í Reykjavík en í Berlín. Mestu munar á vaxtakostnaði, 155%
Það er rúmlega 36% dýrara að kaupa sömu vörur og þjónustu í Reykjavík en í Berlín, höfuðborg Þýskalands. Það sem...