Er þetta Evrópa Sjálfstæðisflokksins?

Share Button

CaptureFrá því er sagt í dag að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi átt einkafund með David Cameron, forsætisráðherra Breta, á leiðtogaráðstefnu Íhaldsflokka sem haldin var í Brussel en þar var Bjarni Benediktsson aðalræðumaður.

Nú er rétt að halda því til haga að samtökin sem hér um ræðir heita AECR (Alliance of European Conservatives and Reformists) og hafa verið starfandi um fimm ára skeið. Sjálfstæðisflokkurinn gekk til liðs við þau árið 2011. Breski íhaldsflokkurinn er einnig starfandi innan þessara samtaka en að öðru leyti eru flestir þeir flokka sem eiga aðild að AECR staðsettir í Austur-Evrópu. Þeir eiga það sameiginlegt að vera hægrisinnaðir og andvígir Evrópusambandinu eins og það hefur þróast.

Eins og sést á myndinni hér að ofan, sem tekin af af heimasíðu AECR og sýnir starfssvæði þeirra, eru þarna engir flokkar af Norðurlöndum, utan Íslands og Færeyja, enginn frá Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi, Spáni eða Portúgal. Belgíski flokkurinn, LDD, er jaðarflokkur, stofnaður árið 2007, og á fimm þingmenn úr flæmska hluta Belgíu.

Flestir evrópskir hægriflokkar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt samleið með og samstarf við í gegnum sögu sína starfa ekki innan AECR. Vettvangur þeirra samstarfs er flokkahópurinn EPP (European People’s Party). EPP er sá vettvangur þar sem er að finna leiðtoga borgaralegra flokka í Evrópu eins og Angela Merkel, forsætisráðherra Þýskalands, Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, að ógleymdum Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og þá flokka sem þau eru fulltrúar fyrir. Íhaldsflokkur Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, starfar með EPP. Danski íhaldsflokkurinn tilheyrir líka EPP og Evrópuþingmenn hans starfa innan flokkahóps EPP með flokksbræðrum sínum frá öllum löndum Evrópusambandsins, – nema Bretlandi.

Innan AECR starfa flokkar frá 12 Evrópusambandsríkjum – flest eru það jaðarflokkar að frátöldum breska Íhaldsflokknum. Utan landa Evrópusambandsins eiga aðild að AECR flokkar frá Kanada, Færeyjum, Tyrklandi og Georgíu, auk Sjálfstæðisflokksins.

Hvernig stendur á því að Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki lengur sitja fundi ásamt hefðbundnum pólitíkum samherjum sínum í okkar helstu nágrannalöndum?. Hvers vegna velur flokkurinn – sem að eigin sögn hefur alla tíð verið burðarásinn í íslenskum stjórnmálum – sér sessunauta á alþjóðavettvangi í jaðarsamtökum eins og AECR? Því hljóta stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins að velta fyrir sér um þessar mundir.

Share Button

Skyld blogg
Juncker vill ljúka viðræðum ESB við Ísland – en nýjar viðræður verða ekki hafnar næstu fimm ár
„Í tíð minni sem for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar verður yf­ir­stand­andi viðræðum haldið áfram og þurfa rík­in á vest­an­verðum Balk­anskaga sér­stak­lega að taka...
Alþingi slitið, ekkert sumarþing, málatilbúnaður ríkisstjórnar að engu orðinn
Alþingi hefur verið slitið, sumarþing verður ekki haldið og nýtt þing verður sett þann 9. september. Það felur í sér...
Innan landamæra ESB er þjóðaröryggi okkar sinnt
Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra, er einn reyndasti diplómat landsins og á að baki farsælan feril við að gæta hagsmuna Íslands...