Viðræður í kyrrþey um endurnýjaða styrki Íslands, Noregs og Liechtenstein til ríkja ESB

Share Button

eea-section-img22. janúar sl. hófust viðræður milli Íslands, Noregs og Liechtenstein annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar um endurnýjun á samningi sem kveður á um stuðning EFTA-ríkjanna þriggja við verkefni til að auka efnahagslegan og félagslegan jöfnuð innan Evrópu. (European Economic Area Financial Mechanism and the Norway Financial Mechanism).

Gildandi samningur hefur gilt frá 2009 en rennur út þann 30. apríl 2014 en á grundvelli hans hafa EFTA-ríkin þrjú lagt fram tæpan einn milljarð evra, eða um 150 milljarða íslenskra króna til þess að draga úr efnahagslegum og félagslegum ójöfnuði á Evrópska efnahagssvæðinu. Áður var svipaður samningur í gildi frá árunum 2004-2009. Að auki er í gildi sérstakur samningur milli Noregs og ESB þar sem  Noregur greiðir einn litlu lægri fjárhæðir úr sérstökum sjóði sem eingöngu styður nýjustu 12 aðildarríkin  til verkefna á sviði kolefnisbindingar og nýsköpunar innan græna hagkerfisins og fleiri atriða.

Á fundi EES-ráðsins, sem haldinn var undir forsæti Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra í Brussel þann 19. nóvember sl, var bókað að ráðið væri sammála um þýðingu og jákvæð áhrif þessa starfs og hvatti ráðið til þess að lokið yrði verið gerð nýs samnings hið fyrsta. Í framhaldi af því hittist sameiginlega EES-nefndin á fundi þann 13. desember og bókaði að „enn væri þörf á að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði á Evrópska efnahagssvæðinu.“

Í fréttatilkynningu Evrópusambandsins um viðræðurnar sem hófust þann 22. janúar segir að markmið þeirra sé að sníða ramma utan um áframhaldandi stuðning Íslands, Noregs og Liechtenstein við aðgerðir til þess að draga úr efnahagslegum og félagslegum ójöfnuði eftir að gildandi samningur rennur út.

Á árunum 2009-2014 runnu þessir styrkir 15 ríkja innan Evrópusambandsins. Þar er um að ræða þau tólf ríki sem síðast hafa gengið inn í ESB, auk Grikklands, Portúgals og Spánar. Hæstu fjárhæðirnar hafa runnið til Póllands  og Rúmeníu, Ungverjalands, Tékklands og Búlgaríu.

Frá 2009 hefur Króatía gengið inn í sambandið og gerst aðili að samningnum um EES og mun væntanlega bætast í hóp þeirra ríkja sem þiggja þessa EES-styrki næstu árin.

EFTA-ríkin þrjú, Ísland, Noregur og Liechtenstein, hafa skipt greiðslunum milli sín í hlutfalli við fólksfjölda en þó ekki því Norðmenn hafa greitt alls 95% af fjárhæðinni en Íslendingar og Liechtenstein einungis samtals 5% af þeim 150 milljörðum króna sem runnið hafa til þessa verkefnis, eða um 7,5 milljarða króna.

Athygli vekur að þótt tæpur mánuður sé frá því þessar samningaviðræður hófust hefur ekkert verið frá þessum viðræðum greint á vef utanríkisráðuneytisins og hvergi hefur verið greint frá samningsmarkmiðum Íslendinga í viðræðunum, hvorki varðandi þá heildarfjárhæð sem rennur til ESB né varðandi skiptingu greiðslunnar milli EFTA-ríkjanna þriggja. Ekki er heldur að sjá af fundargerðum að málið hafi verið rætt á fundum utanríkismálanefndar Alþingis á þessu þingi.

Ljóst er að skipting greiðslnanna milli ríkjanna þriggja samkvæmt samningnum frá 2009-2014 er Íslandi fremur hagstæð og að greiðsla Noregs er rífleg miðað við höfðatölu. Við núverandi aðstæður í samskiptum ríkjanna og ESB verður athyglisvert að fylgjast með framgangi þessara viðræðna og hvort niðurstaðan verði sú Norðmenn verði áfram tilbúnir að taka áfram á sig hluta af fjárhagslegum skuldbindingum Íslendinga vegna EES-samningsins eins og verið hefur.

Share Button

Skyld blogg
Juncker vill ljúka viðræðum ESB við Ísland – en nýjar viðræður verða ekki hafnar næstu fimm ár
„Í tíð minni sem for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar verður yf­ir­stand­andi viðræðum haldið áfram og þurfa rík­in á vest­an­verðum Balk­anskaga sér­stak­lega að taka...
Alþingi slitið, ekkert sumarþing, málatilbúnaður ríkisstjórnar að engu orðinn
Alþingi hefur verið slitið, sumarþing verður ekki haldið og nýtt þing verður sett þann 9. september. Það felur í sér...
Af hverju tala þeir ekki skýrt og útiloka afgreiðslu tillögu Gunnars Braga á sumarþingi?
Svo virðist sem í dag hafi fyrst hafist af alvöru meðferð utanríkismálanefndar Aþingis á tillögu utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn...